- Spurt og svarað

 

http://123.is/default.aspx?page=faq (5. Júlí 2005 - Maí 2006)

 

Algengar spurningar (FAQ)

 

 

1. Hver rekur 123.is ? 

123.is ehf rekur 123.is). Hægt er að hafa samband á netfanginu service@123.is eða í síma 898-8123.

2. Hver er stefna 123.is ? 

Að vera heildarlausn, þar sem fólk getur sett inn bloggið sitt, myndirnar sínar, myndböndin sín og tengiliði sína. 123.is mun aldrei vera með auglýsingar á síðum notanda sinna.

3. Hvernig veit ég að 123.is er ekki bara bóla sem springur ? 

Búið er að tryggja rekstur 123.is (þe. redda hýsingu og tölvubúnaði sem þarf til að keyra 123.is áfram).

4. Af hverju kostar þessi þjónusta, það er fullt af síðum sem gefa þessa þjónustu ? 

Þessi þjónusta kostar vegna þess að það myndast talsverður kostnaður við að hýsa og sjá um tölvukerfi sem þarf til að keyra 123.is áfram. Einnig hefur verið lögð talsverð vinna í 123.is og verið að greiða fyrir hana líka.

5. Þarf maður að borga árlega, hvað græðir maður á því ? 

Já, árgjaldið er 3.990 kr. og á hverju ári stækkar plássið sem þú hefur um 1GB (1024mb)

6. Getur maður tekið sér hvíld í heilt ár ?

Já, þá frystum við aðganginn það árið, en þú þarft að virkja hann innan 1 árs annars er honum eytt.

7. Hvernig setur maður inn myndir á 123.is ?

Það eru 2 leiðir.
Leið 1 er að nota forritið 123-netalbum frá 123.is til að setja inn myndirnar, en það fylgir frítt með aðgangi, það sér um að minnka / stækka myndirnar fyrir þig og setja þær inn á netið.  
A.T.H ! 123.is-netalbum forritið er eingöngu í boði fyrir þá sem eru með Windows
 
Leið 2 er að setja innmyndir með því að senda þær inn í gegnum vefviðmót.

8. Er þetta besti staðurinn til að geyma myndirnar sínar ? 

123.is er hugsað aðallega sem staður til að birta myndir á netinu, ekki til að geyma þær. En öryggi gagna sem sett eru inn á 123.is eru tryggð með öflugu tölvukerfi.

9. Styður 123.is RSS ?

Já, 123.is styður RSS 2.0 fyrir blogghluta vefsins.

 

 


 

 

Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 139
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 110827
Samtals gestir: 14559
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 02:30:21

Mínar stillingar