Stjórnkerfið (yfirlit)

 

 

 

Leiðbeiningar fyrir 123.is notendur :

 

Tenglar Opnast í nýjum Flipa / Nýjum glugga

 

Innskráning hlekkurinn efst til hægri inni á forsíðu http://123.is/   er gullna hliðið inn í umsjónina á síðunni þinni. Þar inni getur þú skrifað nýjar færslur, breytt, eða eytt þeim sem fyrir eru, auk ýmislegs annars. Þar getur þú tjáð þig!

 

 

 

Blogg:

Það eru tvær leiðir til að skrifa blogg. Hægt er að fara vinstra megin í „Blogga“ undir „Blogg eða  „Blogga“ sem er 3 efsta. 

 

 

 

Setja video á blogg / Undirsíðu:

Til þess að setja inn video eins og af Youtube er kóðinn af videoinu afritaður þar sem  bloggið er skrifað. En ath. Það þarf að velja Kóði"  merkið sem er efst vinstra megin svo að videoið birtist í sinni réttri mynd.  

> > Sjá nánar um insettningu myndskeiða (video) < <

 

 

 

Setja inn tengla og myndir í blogg / Undirsíðu:

Ef farið er með músarbendilinn yfir valmöguleikana þar sem bloggið er skrifað stendur hvaða takki gerir hvað. Þar er möguleikarnir „Insert Pictures og Stofna/breyta stiklu

> > Sjá nánar um tengla  < <          > >  Sjá nánar um myndainnsetningu  < <

 

 

 

Flokkar:

Hægt er að flokka bloggfærslur eftir efni í flokka. Efst uppi á síðunni þar sem bloggað er, er valmöguleikinn „Flokkar“ Þar er hægt að bæta við flokkum með því að skrifa inn heiti á nýja flokknum og ýta á „Stofna nýjan flokk

   devil Hér er þó ekki átt við að stofna nýjan stjórnmála flokk ef þú ætlar út í þá sálma. angel

 

 

 

Eyða færslum eða breyta færslum:

Með því að velja „Skoða blogg“ undir „Blogg“ vinstra megin í valmyndinni ættu færslurnar þínar að koma upp. Ef ekki þarftu að velja dagsetningu  í Dagsetning frá" og Dagsetning til", fer eftir því á hvaða dagsetningu færslan/færslurnar sem þú ætlar að breyta voru skrifaðar. Og ýta svo á Leita" hnappinn. Þú getur breytt færslum með því að ýta á Breyta" og eytt færslum með því að ýta á „Eyða“ (segir sig sjálft) einnig getur þú falið þær með því að ýta á Breyta" og takið hakið úr boxinu Færsla sýnileg" og látið færsluna birtast aftur með því að gera það sama og setja hakið aftur í boxið.

Og muna að vista að lokum.

Sama gildir um gestabók þar sem þú getur eytt færslum og haft yfirsýn yfir þá sem kvitta í bókina þína.

 

 

 

Breyta útliti / Þema:

Undir„Vefurinn minn“ er valið velja útlit (þema)“ þá kemur upp gluggi með þeimútlits möguleikum sem í boði eru. Útlit er valið með því að smella á möguleikann. Ekki gleyma að ýta á „Save“ í lokin

> > Sjá nánar um Útlit / Þemu  < <          > >  Skoða hvaða útlit eru í boði  < <

 

 

 

Breyta uppröðun á bloggi og bæta við aukahlutum:

Undir„Vefurinn minn“ er valið „Síðuhlutir (widgets)“. Til þess að bæta við aukahlut þarf að velja úr þeim aukalutum sem í boði eru vinstra megin og ýta svo á  „Bæta við efni“ sem er fyrir neðan aukahlutinn. Svo velur þú hvar þú vilt hafa aukahlutin staðsettann. - Efst á síðunni - Neðst, eða til hægri eða vinstri. Til þess að færa aukahlutinn til ýtir þú á aukahlutinn sem er hægra megin og færir hann á viðeigandi stað.

Til þess að breyta efni á aukahlut er smellt á „Breyta“ á viðkomandi aukahlut.

> > Sjá nánar um aukahluti   < < 

 

 

 

Setja inn myndir:

Veljið„Setja inn myndir“ sem er á miðri síðunni þegar komið er inn á vefstjórn. Eða vinstra megin á síðunni „Bæta við myndum“. Skrifið svo hvað albúmið á að heita undir „Titill“  og ýtið á „Velja myndir“. Þegar búið er að velja myndir sem eru á tölvunni þinni þá hlaðast þær upp á síðuna þína, þegar myndirnar hafa hlaðist upp, þá ferð þú sjálfkrafa yfir á myndaalbúmið á síðunni þinni, þar sem þú getur breytt uppröðun og þess háttar. (ekki nauðsynlegt). Núna ættu myndirnar þínar að hafa skilað sér inn á síðuna þína.

> > Sjá nánar um innsetningu mynda   < < 

 

 

 

Könnun:

Undir„Vefurinn minn“ er valið „Síðuhlutir (widgets)“ þar þarftu annaðhvort að velja aukahlutinn „Skoðanakönnun“ sem birtir eina ákveðna skoðanakönnun eða aukahlutinn „Skoðanakannanir“ sem birtir allar skoðanakannanir sem þú hefur sett inn. En aukahlutirnir eru staðsettir vinstra megin. Svo ýtir þú á „Bæta við efni“ sem er fyrir neðan aukahlutinn. Svo velur þú hvar þú vilt hafa skoðanakönnunina staðsetta á síðunni, efst á síðunni - neðst, til hægri eða til vinstri.

Til þess að bæta við eða breyta könnun er smellt á „Breyta

 Til þess að færa aukahlutinn til ýtir þú á aukahlutinn „Skoðanakönnun“ eða „Skoðanakannanir“, eftir því hvort þú valdir, og færir hann á viðeigandi stað.

> > Sjá nánar um aukahluti   < < 

 

 

 

Setja undirsíður:

Undir „Vefurinn minn“ er valið „Veftré (vefsíður)“ Velur svo „Nýr valmöguleiki“ hnappinnn efst vinstra megin. Nýja vefsíðan birtist svo neðst á síðunni. Ýtir svo á nafnið á vefsíðunni. Skrifar hvað hún á að heita (t.d. "Tónlistar spilari") og velur „Vista valmöguleika“. Ferð svo aðeins neðar og ýtir á „Breyta efni“ hnappinn. Ekki svo gleyma að ýta á „Vista efni vefsíðu“ þegar þú ert búinn að gera það sem þú ætlaðir að gera við undirsíðuna.

 

 

 

Eyða gestabókar skrifum:

Væntanlegt.

 

 

 

Stillingar:

Undir„Stillingar“ efst til hægri er hægt að breyta titli, fyrirsögn á bloggi og margt fleira. Þar getur þú einnig læst síðu hlutum með lykilorði, en það er gert undir flipanum "Öryggisstillingar"

 

 

 

Breyta lykilorði fyrir innskráningu:

Til að breyta lykilorðinu sem þú notar þegar þú skráir þig inn í vefstjórnarkerfið velur þú „Reikningurinn minn“ efst til hægri og svo er hakað við „Vil breyta lykilorði“ þá birtist box þar fyrir neðan þar sem núverandi lykilorð er skrifað og þar fyrir neðan nýja lykilorðið.  Muna að ýta á „Vista netfang og lykilorð“ að lokum.

 

 

 

Bæta við fleiri notendum :

Viljir þú bæta við fleiri notendum sem geta skráð sig inn á vefstjórnina á síðunni þinni,  velur þú „Reikningurinn minn“ efst til hægri og svo er valið     „(+) Bæta við notanda“ þá birtist box þar sem þú skrifar Netfang þess sem á að bæta við sem notanda á síðunni og lykilorð fyrir hann (ekki þitt lykilorð) og svo er ýtt á „ Bæta við notanda“. 

Einnig er hægt að velja „ Bæta við facebook notanda“, og fara svo eftir leiðbeiningunum sem þar koma upp.

Margir geta því stjórnað síðunni undir sínu nafni.

 

 

 

 Eyða síðunni :

Til þess að eyða síðunni þinni skaltu hafa samband við stjórnanda 123.is. (Sjá upplýsingar hér fyrir neðan)

 A.T.H! Ekki er hægt að nálgast gögn sem voru á síðunni eftir að síðunni hefur verið eytt. (segir sig sjálft)

 

 

 

 Einhverjar spurningar ? :

Ef það eru einhver vandamál varðandi greiðslur, lykilorð,þú vilt eyða síðunni eða þess háttar perónulegt, skaltu hafa samband við Stíg, eiganda 123.is, á netfangið hjalp@123.is, hringja í síma 898 8123, eða haft samband í gegnum vefinn > hafa samband  < 

Símatímar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl 10-11.

Ef það eru einhverjar efasemdir varðandi hvernig hlutir virka í vefstjórninni eða vilt fá frekari aðstoð við notkun á kerfinu, skaltu skrifa það í gestabókina, ef þú vilt ekki að spurningarnar þínar verði birtar á vefnum skaltu hafa samband á netfangið odinnsr@simnet.is. Eða haft samband í gegnum vefinn > hafa samband  <

 

 

 


      

 


 

 

 

 

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 110720
Samtals gestir: 14486
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 11:56:33

Mínar stillingar